Þann:
10/5/2019

Vefverslunarkerfi sem hentar íslenskum vefverslunum

Ecwid er vefverslunarkerfi sem þykir einfalt og aðgengilegt. Notendur hafa aðgang að aðgengilegu stjórnborði þar sem þeir stilla allt sem til þarf til að selja vörur eða þjónustu, niðurhlaðanlega eða raunverulega vöru sem þarf að senda til viðskiptavinarins. Einfalt að flokka vörur, stofna vörur og halda utan um allt er varðar vöruna.

Það besta er að við hjá Promis höfum íslenskað kerfið þannig að mjög þægilegt er að aðlaga verslunina að íslenskum markaði. Þú getur síðan valið um Borgun eða Korta sem þinn geiðsluhirðir.

Seldu hvar sem er.

Ecwid býður upp á sölu í gegnum Facebook og aðra samfélagsmiðla og hafa gert mjög flottar útfræslur af vefverslunarkerfinu á Facebook.

  • Seldu hvenær sem er.
  • Ítarlegur söluupplýsingar um leið og sala fer fram.
  • Sjálfvirk samskipti við viðskiptavin um leið og sala hefur farið fram.
„Ég er með Ecwid app í símanum mínum og sé um leið hvenær ég er að selja vöru. Fer þá strax í að ganga frá pöntun og senda í póst".
- Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ferðaþjónustubóndi - www.belladot.is

Ecwid sendir síðan reikning til viðskiptavinarins og allt liggur ljóst fyrir. Seljendur hafa mjög ítarlegar upplýsingar um söluna á stjórnborðinu og geta stjórnað ýmsum þáttum er snúa að sölunni t.d. eins og að merkja stöðu pantana, birgaðstöðu og síðast en ekki síst samskipti við viðskiptavininn.