Þann:
10/5/2019

Umsóknir, skráningar, pantanir, eða kannanir - allskyns form frá Jotform

Jotform er einfaldur og þægilegur "onlin form builder". Promis hefur notað Jotform um árabil og auðveldað þannig samskipti notenda á síðum við viðskiptavini.

Í stuttu máli er Jotform mjög sveigjanlegt forma-kerfi sem hægt er að aðlaga að öllum geirum viðskipta. Við erum að tala um pöntunarform, skráningarform, skoðanakannanir, greiðsluform, hafa samband form og allskyns fleiri form.

Pöntun á þjónustu

Promis hannaði Jotform á vef Kapalvæðingar þar sem viðskiptavinir eru leiddir á einfaldan hátt í gegnum pöntunarferlið.

  • Ekkert gleymist þar sem hægt er að stilla reitina þannig að fylla verður út.
  • Formið brotið niður í flokka þannig að viðskiptavinur klárar einn áður en byrjað er á næsta.
  • Hægt að prenta út pöntun, geyma, byrja aftur, og að sjálfsögðu sendir kerfið pöntunarupplýsingar á tölvupósti til Kapalvæðingar.
„Við erum að nota Jotform á vefnum okkar og það klikkar ekki. Við fáum allar pantanir mjög skilvirkt í gegnum tölvupóst frá Jotform.”
- Erlingur Bjarnason, Kapalvæðing.