Þann:
10/5/2019

Sendu tölvupóst sem virkar, myndrænan og mælanlegan

Campaignmonitor er vefþjónusta sem gerir kleift að senda myndræna tölvupósta með tenglum inn á vefinn. Þessi leið hefur reynst vel þeim sem selja áskriftir, félagasamtök og fyrirtæki sem bjóða upp á góða þjónustu.

Kostir tölvupósts með myndum og tenglum

Slóðavinir hafa verið duglegir að upplýsa félagsmenn um starfsemina. Það er lykillinn að því að fólk viti hvað er verið að gera í félaginu að láta vita í öllum þeim gáttum sem opnar eru hjá félagsmönnum. Tölvupóstur er ein þeirra leiða sem notuð er.

  • Skýr og einföld skilaboð um uppákomur í félaginu.
  • Uppfærsla og utanumhald félagatals.
  • Persónulegur póstur með nöfnum félagsmanna.
„Þetta bara svínvirkar, að senda tölvupóst”
- Slóðavinir, félagasamtök.

Tölvupóstur frá Campaignmonitor er að fullu skalanlegur og passar á öllum tækjum.

Promis sendir tölvupóst fyrir Slóðavini einu sinni í mánuði.