Þann:
10/5/2019

Einfalt, þægilegt og umfram allt fullkomið vefumsjónarkerfi

Webflow er Visual Designer og við sjáum vefinn er við hönnum hann með HTML og CSS. Til að ná góðum árangri í notkun kerfisins þarf nokkra HTML kunnáttu og CSS þarf einnig að liggja fyrir manni. Það nægir til að gera fullkomlega flotta vefi fyrir nánast hvaða starfsemi sem er. Ef kafa þarf dýpra en í hefðbundna vefvinnslu t.d. með JavaScript og þessháttar leikfimi er Promis með nokkra samstarfsaðila í slíku, bæði hérlendis og erlendis, allt eftir eðli verkefnisins.

Það er talað um 10 helstu ástæður þess að nota Webflow frekar en önnur sambærileg kerfi. Ég ætla að tæpa á þeim örstutt. Fyrst og fremst hljóta viðskiptavinir að vilja aðgengilegan vef og að hann auki sölu og spari kostnað. Að endingu að vefurinn sé ekki íþyngjandi sem rekstrarliður og stofnkostnaður sanngjarn.

Þú sérð vefinn fæðast.

 • Við setjum upp þróunarvef, sendum þér tillögu og þú sérð vefinn í fúnksjón nánast frá fyrsta degi og lætur þér hlakka til að hann fari að vinna fyrir þig.
 • Við þurfum ekki að notast við Photoshop eða inDesign til að gera mockup af vefnum - þú sérð strax hvað um er að vera.
 • Webflow býður upp á byltingu í skalanlegri hönnun á vefum (e. responsive).
 • Þvílíkt einfalt að hanna hugmyndir með animation.
 • Efnisumsjónarkerfið (e. CMS) er mjög öflugt - við hönnum eina síðu sem grunn og svo skellum við efni úr 100 síðum inn í grunninn á nokkrum sekúndum.
 • Hönnun og forritun verða að einu ferli - málið er bara að þú sem viðskiptavinur þarf aldrei að spá í kóða.
 • Vefurinn verður til frá fyrsta fundi okkar. Við komum með tillögur að; texta, myndum, virkni, hreyfingu og að lokum plani um gangsetningu vefsins á netinu.
 • Við notum grunna sem passa þínum þörfum - þannig sparar þú að verið sé að eyða tíma þínum í að finna upp hjólið.
 • Webflow rukkar $20 fyrir hýsingu á vef með CMS kerfi - það er nokkuð gott verð miðað við markaðinn í dag.
 • Fullkomið afritunarkerfi, einfalt að halda við og við gerum myndband um það sem þú vilt gera í umsjón vefsins þíns - eða gerum það fyrir þig.

Auðvelt að aðalaga

Lítið mál að bæta við sérforritun (e. coding) inn í Webflow vefina.  Til dæmis erum við að nota Ecwid vefverslunarkerfi sem er í raun gluggi í Webflow vefnum. Við skellum kóðanum fyrir búðina inn og þú ert kominn með vefverslun.  Athugaðu að Ecwid býður upp á ýmsar leiðir í rekstri vefverslunar - skoða hér

 • Við getum hlaðið kóðanum af síðunni niður og þú getur vistað síðuna þína hvar sem er - ef þú ert ekki með gagnagrunn (e. database)
 • Auðvelt að setja sérsniðinn kóða (e. custom coding) inn í Webflow vefi.
 • Webflow er eitt einfaldasta kerfi í umsjón sem til er í vefheiminum.
„Þetta liggur alveg ljóst fyrir, mjög einfalt”
- Smári Jósafatsson, framkvæmdastjóri og hönnuður Ekkó toghlera.

Promis er að gera vefi með fréttakerfum og bloggi daginn út og daginn inn. Til að kenna notendum á kerfið gerum við kennslumyndbönd. Ofangreind umsögn er þegar Smári Jósafatsson skoðaði myndbandið sem við sendum honum til að kenna á umsjón vefsins www.ekko.is